Grísakjöt | Stjörnugrís | Reykjavík
top of page
SKUGGU.png

VARA MÁNAÐARINS

Steiktar kótelettur í raspi

Skuggi.png
Steiktar kótelettur í raspi.png
_ART0236-Edit.jpg

Sagan
okkar

Upphafið að varanlegum svínabúskap fjölskyldunnar má rekja aftur til ársins 1935 þegar fyrstu gylturnar voru keyptar.

Þær voru fjórar að tölu en eru nú 1.500, þegar þriðja kynslóðin er tekin við rekstrinum.

Þessi búskapur var upphaflega í Eskihlíð við Miklatorg (þar sem nú er Konukot) í rúm 25 ár en þá var búið flutt að Lundi í Kópavogi. Síðan liðu 30 ár og enn var búið flutt um set, nú að Vallá á Kjalarnesi.

 

Stjörnugrís rekur einnig svínabú í Saltvík á Kjalarnesi, Melum í Melasveit, Sléttabóli á Skeiðum og að Bjarnastöðum í Grímsnesi.

Lengi vel var öll slátrun keypt að en þar kom að, að hagkvæmara reyndist að hafa hana innan fyrirtækisins. Fullkomið sláturhús er nú í Saltvík og nýjasta viðbótin er kjötvinnsla, sem tók til starfa árið 2015. Þetta þýðir að kjötið er eins ferskt og framast má vera, beint í vinnslu og þaðan í dreifingu. 

Beint frá bónda til borðs.

Óhætt er að segja að neytendur hafi tekið vel á móti framleiðsluvörum frá Stjörnugrís enda vel til vandað, frábært ferskt íslenskt hráefni, fullkomnustu vélar sem völ er á og síðast en ekki síst góðir fagmenn og starfsfólk, sem er einstaklega áhugasamt um að gera vel. Við munum auka vöruúrval og erum sannfærð um að eiga drjúgan þátt í að gera bragðlaukum fólks til hæfis.

Skuggi.png
bottom of page