
páskahryggurINN
Hamborgarhryggurinn
1. Setjið hrygginn í eldfast mót með botnfylli af vökva að eigin vali.
2. Hitið ofninn í 175°C.
3. Eldið hrygginn í ofninum þar til hann nær 60°C kjarnhita, takið þá út og penslið með gljáa.
4. Hryggurinn fer aftur í ofninn þar til hann nær 67°C í kjarnhita.
5. Gott er að leyfa honum að hvíla eftir eldun í tíu mínútur.

Klassískur gljái
1. Steikið saman púðursykur, sinnep, rjóma, hunang.
2. Gott er að setja pönnuna á vigt og vigta allt beint á hana.
3. Leyfið þessu að malla aðeins og lækkið hitann og hrærið þegar sykurinn er uppleystur.
Hráefni
1stk Hamborgarhryggur frá Stjörnugrís
25g Gróft Dijon sinnep
65g Sætt sinnep
160g Púðursykur
80g Rjómi
30g Hunang