Innköllun vegna rangrar upprunamerkingar á Kjötsels Grillbringutvennu

05.05.2021


Mistök urðu við merkingu á Kjötsels kjúklinga grillbringutvennu sem seldar eru undir vörumerkinu Kjötsel. Uppruni er ranglega merktur Ísland en rétt er Pólland en einnig vantar hluta af næringarupplýsingum vörunnar. Tekið skal fram að engin hætta er á neyslu vörunnar.


Upplýsingar um vöruna



· Vörumerki: Kjötsel

· Strikamerkingu 2328805015424

· Framleiðandi: Stjörnugrís hf.

· Best fyrir: 14.05.2021

· Dreifing: Samkaup


Félagið harmar að þessi mistök hafi átt sér stað og leggur metnað sinn í að tryggja réttar merkingar og upplýsingagjöf til neytenda í hvívetna hvort heldur sem um uppruna, næringarinnihald, innihaldslýsingu og eða ofnæmisvalda.

Neytendur geta skilað vörunni í verslun eða til framleiðanda ef svo ber undir.


Með vinsemd og virðingu,


Geir G. Geirsson

67 views